Lyrics

Hvar er í heimi hæli tryggt
Og hvíld og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?

Það er hin djúpa dauðra gröf
þar dvínar sorg og stríð
Er sollin lífs fyrir handan höf
Er höfn svo trygg og blíð

Lyrics continue below...

Don't want to see ads? Upgrade Now

Þú kælir heita hjartans glóð
Og heiftar slökkur bál
Þú þaggar niður ástaróð
Og ekkert þekkir tál

Þú læknar hjartans svöðusár
Og svæfir auga þreytt
Þú þerrar burtu tregatár
Og trygga hvíld fær veitt

Þú griðastaður mæðumanns
Ó, myrka, þögla gröf!
Þú ert hið eina hæli hans
Og himins náðargjöf

Writer(s): Kristján Júlíusson

Don't want to see ads? Upgrade Now

API Calls

Scrobble from Spotify?

Connect your Spotify account to your Last.fm account and scrobble everything you listen to, from any Spotify app on any device or platform.

Connect to Spotify

Dismiss