Lyrics
Þú komst í hvítu
sást og sigraðir
og litar allt mitt líf
en nú má því linna
því ég verð að finna
til mín
án þín
Þó ég gangi einn
gegnum dimman dal
óttast aldrei neitt
þó ég gangi einn
í gegnum dimman dal
næ ég aftur heim
Ég veit það verða
þyrnar allt í kring
og stráin stinga mig
en ég veit þú veist að
ég þarf að treysta
á mig
án þín
Þó ég gangi einn
gegnum dimman dal
óttast aldrei neitt
þó ég gangi einn
í gegnum dimman dal
næ ég aftur heim
Að liðnum vetri
verð ég betri
á ný
án þín
Þó ég gangi einn...