Lyrics
Varðst á mínum vegi, þegar mest á reið.
Augna minna sjáaldur og sjáandi um leið.
Lofa þann dag við fundumst, þú ert allt það sem ég vil.
Ó hvílíkt frelsi að elska þig.
Allt sem ég hef óttast, tilgangslaust í dag.
Þráin orðin sterkari en hræðslan við það að geta glaðst og grátið og það gerir ekkert til.
Ó hvílíkt frelsi að elska þig.
Þó að útaf bregði, þú ert hjá mér enn.
Ég get verið meistari og kjáni í senn.
Þú gefur allt til baka og svo miklu meira til.
Ó hvílíkt frelsi að elska þig.
Kyrrðin færist yfir, gleymi sjálfum mér.
Tíminn sýnir vanmátt sinn við hliðina á þér.
Það er svo ljóst og auðheyrt þú ert allt það sem ég vil.
Ó hvílíkt frelsi að elska þig.